Heimir Hallgrímsson sagði í samtali við Eyjafréttir að hann hafi verið með liðið síðan 2006 og nú væri góður tími til að annar tæki við. „Allt hefur verið upp á við þessi fimm ár. Ég er ákaflega stoltur af strákunum sem hafa verið með mér frá því að við byrjuðum í 1. deildinni. Þannig að þetta er góður tími að hætta. Ég sagði í fyrra og ég sagði í hittifyrra að ég væri orðinn þreyttur þannig að þetta er góður tími til að gefa þetta frá sér.“