Þrjár heimahafnir skera sig úr eins og undanfarin ár með að skip sem þeim tilheyra fá töluvert mikið meira úthlutað í þorskígildum talið en þær hafnir sem á eftir koma. Mest fer til skipa með heimahöfn í Reykjavík eða 14,2% af heildinni samanborið við 11,4% í fyrra. Breytingin felst í aukinni úthlutun til skuttogara þaðan. Næstmest fer til Vestmannaeyja eða 10,6% og þá til skipa með heimahöfn í Grindavík, eða 9,5% af heildinni, og er það í báðum tilvikum svipað hlutfall og í fyrra.