Vegagerðin vonast til að fyrirkomulag siglinga til Vestmannaeyja, eftir að Landeyjahöfn verður tekin í gagnið 1. júlí næstkomandi, skýrist í þessum mánuði. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir erfitt að selja ferðafólki ferðir til Vestmannaeyja í sumar þegar ekki er vitað um ferðaáætlun og gjaldskrá.