Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók í nótt tvo menn sem grunaðir eru um aðild að innbrotum og þjófnaði í gagnaverum í Reykjanesbæ,
fréttablaðið greindi frá þessu í morgun. �?á kemur einni fram hjá þeim að, alls hafa ellefu verið handteknir í tengslum við málið en um er að ræða eitt stærsta þjófnaðarmál sögunnar enda þýfið talið nema rúmum 200 miljónum króna.
Samkvæmt heimildum Eyjafrétta er það rússneskur maður sem er tengiliður fyrir þá sem báðu um leyfi fyrir því að koma tveimur gámum fyrir á Eiðinu í Vestmannaeyjum. Samkvæmt heimildum var búið að koma fyrir öflugu gagnaveri í gámunum í þeim tilgangi að leita uppi bitcoin og eru getgátur uppi um að þarna sé kominn hluti af þeim 600 tölvum sem stolið var fyrr í vetur. Að gámnum liggja öflugir rafmagnskaplar.
Í kjölfar ránsins á tölvunum biðlaði lögreglan til orkusala um allt land um að vera á varðbergi yfir óeðlilegri notkun rafmagns. Sömu heimildir segja að lögreglan hafi fengið ábendingu frá HS-veitum sem leiddi til hantöku í Vestmannaeyjum í nótt.