„Aðalfundur og stjórn Skipstjóra og stýrimannafélagsins Verðandi, mótmælir harðlega og lýsir yfir vanþóknun á hendur framkvæmdastjóra og hluta stjórnar Vinnslustöðvar, vegna fordæmalauss brottrekstrar skipstjórnarmanna á Huginn VE 55,“ segir í ályktun sem félagið sendi frá sér.
„Teljum við að með þessum hætti, sé vegið að mönnum og þeim refsað áður en til sjóprófa og dóma komi. Ef fram fer sem horfir teljum við að um prófmál sé að ræða þar sem útgerð geti varpað allri ábyrgð vegna óhappa eða slysa á hendur skipstjórnarmönnum þó svo að jafnvel geti verið um vanrækslu útgerðar á viðhaldi skips að ræða. Með þessu er vegið að starfsöryggi og heiðri félagsmanna okkar.“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst