Sæbjörg Logadóttir varð í dag Íslandsmeistari í 100 km. ofurhlaupi sem haldið var á höfuðborgarsvæðinu. Sæbjörg gerði gott betur því hún bætti Íslandsmet kvenna í 100 km. hlaupi um heila eina klukkustund og 23 mínútur, sannarlega glæsilegur árangur en hún hljóp vegalengdina á 9 klukkutímum, 12 mínútum og 46 sekúndum.