Sækja Íslandsmeistaranna heim ::Leikurinn í beinni
12. september, 2015
Í dag verður leikinn lokaumferðin í Pepsí deild kvenna, en ÍBV sækir þá Íslandsmeistara Breiðabliks heim en þær tryggðu sér titilinn í síðustu umferð. Leikurinn hefst klukkan 16:00 á Kópavogsvelli. Stelpurnar þurfa að sigra leikinn til að halda fimmta sætinu í deildinni en Fylkir getur með sigri skotið ÍBV niður í sjötta sæti ef Eyjastelpur tapa.