Karlalið ÍBV leikur mikilvægan leik í dag, sunnudag þegar liðið sækir FH heim í Hafnarfjörðinn. Það er margt undir í leiknum, sigur heldur voninni um Íslandsmeistaratitilinn lifandi en tap þýðir að annað sætið fer í hendur FH-inga þegar aðeins ein umferð er eftir. KR-ingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í dag, svo lengi sem þeir vinna Fylki á sama tíma og ÍBV tapar eða gerir jafntefli.