“Mér hefur fundist illa að þessu staðið í allan vetur og er bara búin að fá nóg. �?g var búin að tilkynna aðalstjórn það að ég myndi halda áfram ef það yrði sýndur einhver metnaður í kringum liðið en svo strax í næsta leik þá áttum við ekki einu sinni pantað flug til baka til Eyja. Svona er þetta búið að vera í allan vetur. Hlutum hefur verið breytt á síðustu stundu og við ekki látin vita. �?g hefði svo sannarlega viljað enda ferilinn hjá ÍBV á jákvæðari nótum en það er ekki hægt að láta bjóða sér þetta endalaust,” sagði Sæunn en næsta vetur flytur hún til höfuðborgarinnar og mun væntanlega leika með liði þar.
Veit ekki af hverju hún er að hætta
Einar Jónsson, þjálfari ÍBV sagðist hafa fengið sms sendingu frá henni þar sem hún tilkynnti ákvörðun sína. “�?g hefði kannski kosið að hún hefði sagt mér þetta undir fjögur augu og við hefðum þá getað rætt málin. �?g í raun og veru veit ekki af hverju hún er að hætta, hún hefur ekki sagt mér neitt um það.”
Á fundinum í gær var Einar spurður hvort hann myndi ekki hafa samband við hana en þegar hann var spurður út í það þá sagðist hann ekki leggja það í vana sinn að boða leikmenn á æfingu. “�?að hef ég aldrei gert. Leikmenn eru ekki að mæta á æfingar fyrir mig, það gera þeir fyrir sjálfan sig og félagið,” sagði Einar.
Á æfingu liðsins í gær æfðu sjö leikmenn en ein er erlendis með landsliði Íslands og ein var í Reykjavík. Af níu manna leikmannahópi ÍBV eru aðeins þrír leikmenn á meistaraflokksaldri, þær Pavla Plaminkova, Pavla Nevarilova og Ranata Horvath.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst