Birkir Högnason kom í dag færandi hendi inn í Landakirkju þegar hann afhenti Æskulýðsfélagi kirkjunanr 221 þúsund krónur. Féð safnaði hann á jólatónleikunum Jólaperlur sem Birkir stóð fyrir 20. desember síðastliðinn. „Tónleikarnir gengu með eindæmum vel og var troðfullt úr úr dyrum í safnaðarheimili kirkjunnar. Við stefnum á að gera tónleikana að árlegum viðburði,“ sagði Birkir.