Safnahús: Guðbjörg með erindi í hádeginu og Ásdís opnar sýningu kl. 5
19. mars, 2015
100 ára kosningaafmæli kvenna á Íslandi í Safnahúsi:
kosningaafmælisins á margvíslegan hátt á árinu. Listasafnið reið á vaðið í ársbyrjun með sýningarröðinni Konur í listum sem hefur skipulagt sýningar í Einarsstofu fyrstu níu mánuði ársins. Sýningarnar falla undir mismunandi listform en koma allar úr smiðju kvenna. Heilmikill undirbúningur er í Sagnheimum vegna afmælisins.
Nýverið barst tilkynning um að afmælisnefnd kosningaafmælisins muni styrkja sýninguna Eyjakonur í íþróttum í 100 ár og er það mikið ánægjuefni. Undirbúningur er löngu
hafinn og stefnt að opnun sýningarinnar 17. maí.
Einnig vinnur safnið að annarri sýningu í júní í samstarfi við Gunnhildi Hrólfsdóttur, sagnfræðing og rithöfund. Í september verður síðan farandsýning Kvenréttindafélagsins, Veggir úr sögu kvenna, í Einarsstofu. Á sýningunni eru svipmyndir kvennabaráttunnar síðustu 100 ár. Spennandi málþing er í undirbúningi í Safnahúsi á sama tíma. Næsta vika verður mjög viðburðarík í Safnahúsi.
Í dag ,fimmtudaginn 19. mars, kl. 12 var Saga og súpa í Sagnheimum. Guðbjörg Matthíasdóttir athafnakona flutti erindið Konur í atvinnulífi fyrir fullu húsi. Guðbjörgu þarf vart að
kynna, flestir Eyjamenn kenna hana við Ísfélagið og hlaut hún nýverið viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu.
Ásdís Loftsdóttir, hönnuður opnar líka í dag sýningu sína, Náttúran á efni, í Einarsstofu í sýningaröðinni Konur í listum. Ásdís leggur áherslu á náttúruleg efni og umhverfisvæna
framleiðslu og sýnir vörur úr hönnunarlínu sinni Black Sand, kvenfatnað, fylgihluti og heimilisvörur. Sýningin stendur til 31. mars.
Laugardaginn 21. mars kl. 13 er síðan samstarfsverkefni Sagnheima, Safnahúss og Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum: Konur og bókmenntir í 100 ár. Nemendur,
sem stunda nám í íslensku við Framhaldsskólann og fást við bókmenntasögu 20. aldar, hafa unnið að verkefni þar sem konur í bókmenntum fá sérstaka athygli. Á
þessari önn hafa nemendurnir lesið bókmenntaverk, ljóð og sögur frá 1900 til okkar daga. Straumar og stefnur í bókmenntum birtast í verkum höfundanna en helstu
stefnur tímabilsins eru nýrómantík, félagslegt raunsæi, módernismi, nýraunsæi og póstmódernismi.
Nemendur leitast við að varpa ljósi á verk kvenna og ekki síður hvernig konur birtast í verkum karla á hverju tímaskeiði fyrir sig. �?að er því bæði áhugavert að sjá og heyra
hvernig unga fólkið nálgast viðfangsefnið og hvaða aðferðir það notar til að koma efninu á framfæri.
Enginn sem hefur áhuga á bókmenntum eða því sem ungt fólk er að fást við ætti að láta þetta tækifæri framhjá sér fara. Nemendurnir flytja verkefnið næsta laugardag kl. 13:00 og eru bæjarbúar hvattir til að mæta.
Allir eru hjartanlega velkomnir á þessa viðburði í Safnahúsi, sjá nánar í auglýsingum í Eyjafréttum.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst