Eins og áður hefur komið fram eru í dag 39 ár síðan Heimaeyjargosið hófst. Líklega eru flestir sammála um að það sem standi upp úr þessa fyrstu gosnótt sé hversu giftursamleg björgun íbúa bæjarins tókst til. Fjölmargir rifja upp söguna þegar farið var í bátana við þessi tímamót en Eyjafréttir.is hafa fengið leyfi til að birta frásögn Öldu Björnsdóttur, sem hún skrifaði stuttu eftir þessa fyrstu gosnótt. Minningarbrotið má lesa hér að neðan.