Bæjarfulltrúarnir Ásgeir Ingvi Jónsson og Páll Stefánsson sendu félagsmálaráðuneytinu stjórnsýslukæru í síðsutu viku þar sem farið er fram á að ráðuneytið úrskurði samninginn ólöglegan. Jafnframt er þess krafist að málið verði tekið fyrir að nýju þegar álit sérfróðs aðila liggur fyrir svo og áhrif fjárfestingarinnar á þriggja ára áætlun sveitarfélagsins.
Birna Borg Sigurgeirsdóttir, forseti bæjarstjórnar �?lfuss, segir að kallaðir hafi verið til sérfróðir aðilar áður en gengið var frá samningum. �?Við teljum okkur því ekki hafa neitt til saka unnið,�? segir Birna.
Samningurinn var undirritaður formlega síðastliðinn þriðjudag en hann lýtur að byggingu inni- og útisundlaugar, íþróttavallar með hlaupabrautum, aðstöðu fyrir íþróttafélög og starfsmannaaðstöðu ásamt líkamsræktarstöð. Fasteign fjármagnar stærstan hluta framkvæmdanna en leigir sveitarfélaginu afnot af mannvirkjunum eftir að þau verða tekin í notkun sumarið 2008.
Í tilkynningu frá sveitarfélaginu kemur fram að kostanðurinn hljóði upp á 680 milljónir króna en Ásgeir Ingvi segir þær tölur ekki réttar. �?Tilboðið frá Fasteign var bundið byggingarvísitölu frá janúar 2006 eða 767 milljónir að núvirði. Árlegur kostnaður sveitarfélagsins hækkar því úr 43 milljónum króna í 48 milljónir auk þess sem bærinn þarf að leggja fram hátt á þriðja hundrað milljónir úr sveitarsjóði á árunum 2008 og 2009. �?etta er einfaldlega of stór biti án þess að sérfróðir menn skoði áhrifin nákvæmlega,�? segir Ásgeir Ingvi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst