Sakar skipstjóra Herjólfs um að vinna gegn Baldri
8. janúar, 2014
Skipstjóri og framkvæmdastjóri Sæferða í Stykkishólmi, Pétur Ágústsson, segir að borið hafi á því oftar en einu sinni að skipstjórnarmenn Herjólfs hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum niðrandi ummæli um ferjuna Baldur. Í grein í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar segir Pétur að málið virðist vera það að umræddir skipstjórnarmenn vilji með öllum ráðum koma í veg fyrir að Baldur sé reyndur meira en til þessa á siglingarleiðinni milli Landeyjahafnar og Eyja. Framkvæmdastjóri Sæferða segir ferjuna Baldur hafa siglt á leiðinni samtals í sex vikur �??með óumdeilanlega mjög góðum árangri�??.
Tilefni orða Péturs er skýrsla sem unnin var fyrir Vegagerðina um viðhorf skipstjóra sem siglt hafa um Landeyjahöfn. Pétur gerir meðal annars athugasemd við þessa málsgrein: �??Einn viðmælanda hefur verið bæði á Herjólfi og Baldri og segir Baldur geta snúist á lensi við innsiglingu til hafnarinnar eins og Herjólfur.�??
Pétur segir að enginn skipstjóri á Baldri hafi verið skipstjóri á Herjólfi. Eini yfirmaður Herjólfs sem var á Baldri hafi ekkert haft með siglingu skipsins að gera. Sá hafi verið stýrimaður og hafði eingöngu umsjón með hleðslu skipsins.
�??Varðandi snúning skipsins þá er það með öllu rangt að Baldur snúist eins og Herjólfur í innsiglingunni. �?ll skip snúast með einhverjum hætti við vissar aðstæður en fullyrðing um að Baldur snúist eins og Herjólfur við sömu aðstæður er alröng,�?? segir Pétur.
Hann gerir einnig athugasemd við að birt sé ljósmynd af Baldri í innsiglingu Landeyjarhafnar með þessum texta: �??Telja skipstjórar Herjólfs . . . Eins og glöggt sést á myndum sem teknar hafa verið af þeim skipum sem siglt hafa til Landeyjahafnar þá hefur verið teflt á tæpasta vað sem er óréttlætanlegt með farþegaskip�??.
Framkvæmdastjóri Sæferða segir um þetta: �??Er ljóst að umræddir umsagnaraðilar hafa verið að �??veifa�?? mynd af Baldri í innsiglingu til hafnarinnar sem hefur átt að sanna að óvarlega sé farið. �?essi mynd er tekin úr sjónarhorni af bryggjunni sem gefur ekki á neinn hátt rétta mynd af umræddri innsiglingu skipsins. Auk þess sem umsagnaraðilarnir hafa ekki neinar forsendur til að gefa slíka umsögn er Baldur varðar þar sem þeir voru ekki um borð í skipinu eða hafa rætt atvikið við skipstjórnendur Baldurs.�??
Framkvæmdastjóri Sæferða segir að lokum:
�??�?að hefur því miður borið á því oftar en einu sinni að skipstjórnarmenn Herjólfs hafa látið hafa eftir sér niðrandi ummæli um ferjuna Baldur og það meira að segja í fjölmiðlum. Málið virðist vera það að umræddir skipstjórnarmenn vilji með öllum ráðum koma í veg fyrir að Baldur sé reyndur meira en til þessa (samtals 6 vikur með óumdeilanlega mjög góðum árangri), á siglingarleiðinni. Undirritaður tekur undir álitið að því leyti að ekki sé réttlætanlegt að taka óþarfa áhættu, þó ekki sé talað um tæpasta vað. Skipstjórnarmenn Baldurs telja af og frá að þessi ummæli geti átt við ferðir Baldurs og ekki sé nein áhætta tekin umfram það sem venjulega má reikna með þegar skip fer á sjó.�??
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst