Sala á minningatónleika Ása í Bæ fer vel af stað
6. desember, 2013
Sala á tónleikana �?g þrái heimaslóð, sem haldnir eru í tilefni 100 ára fæðingarafmælis Ástgeirs Kristins �?lafssonar eða Ása í Bæ, hófst í gær, fimmtudag. Bjarni �?lafur Guðmundsson, tónleikahaldari segir að miðasalan hafi ferið mjög vel af stað en hægt er að kaupa miða á www.midi.is og www.harpa.is. �?eir sem vilja kaupa miða með mannlegum samskiptum geta hins vegar hringt í miðasölu Hörpu í síma 528-5050 og keypt miða.
Bjarni �?lafur sagði í samtali við Eyjafréttir að það væri rökrétt framhald að halda þriðju tónleikana, sem þó eru með öðru sniði en fyrri tveir. �??Fyrstu tvennir tónleikarnir gengu mjög vel enda fylltum við Eldborgarsalinn af fólki sem vildi hlusta á okkar menningararf. �?að var mikil ánægja með tónleikana og á seinni tónleikunum var fólk ekki síður að koma til að hitta vini og ættingja. �?etta var eiginlega eitt stórt ættarmót Eyjamanna. Á fyrri tónleikunum fannst fólki hléið vera of stutt, því það var svo gaman að spjalla frammi þannig að ég lengdi hléið á seinni tónleikunum. �?að var mikil og góð stemmning í bæði skipti. Einhvers staðar las ég að það ættu að vera svona tónleikar árlega og þótt ég sé ekki viss um það, þá held ég að það sé þörf fyrir svona tónleika. En það voru auðvitað ekki bara Eyjamenn sem komu á þessa tónleika, þótt þeir hafi vissulega verið í meirihluta. �?arna var líka fólk sem tengist Eyjunum á einn eða annan hátt, hafði kannski komið á vertíð eða á ættingja hér. Viðbrögðin voru frábær við þessum fyrstu tónleikum, því er ég svolítið spenntur að vita hvernig þetta kemur til með að ganga í þriðja sinn.�??
Af hverju að byrja forsölu svona snemma?
�??Ástæðan fyrir því að ég byrja svona snemma með miðasöluna er að ég veit að miðar á tónleikana í fyrra voru vinsælir sem jólagjöf. �?etta er alveg gráupplagt undir jólatréð,�?? sagði Bjarni �?lafur og minnti á DVD-diskinn, Bjartar vonir vakna og geisladiskinn Yndislega eyjan mín sem er ekki síður góðar jólagjafir.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst