Samfylkingin mælist með mest fylgi flokka í Suðvesturkjördæmi samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Ef úrslit kosninganna 25. apríl verða í samræmi við könnunina verða talsverðar breytingar á þingliði Suðvesturkjördæmis. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsókn töpuðu manni og Samfylking og Vinstri-græn bættu við sig einu þingsæti hvor flokkur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst