Aðstandendur Einsa Kalda og Hallarinnar hafa ákveðið að fá Eyjamenn, og aðra sem vilja, til liðs við sig við að finna nafn á nýja sal Hallarinnar. Salurinn er upphækkaður í norðurenda Hallarinnar og að stórum hluta stúkaður af með færanlegum tjöldum. Hann verður notaður til að taka á móti hópum, stórum sem smáum og gefur mikla möguleika. Til þess að eiga auðvelt með að kynna hann einan og sér, er mikilvægt að hann fái sitt eigið nafn.