Markakóngurinn Tryggvi Guðmundsson hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV. Formaður knattspyrnudeildar segir að samningur við leikmanninn verði ekki endurnýjaður. Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar karla hjá ÍBV, segir að hann og Tryggvi Guðmundsson eigi ekki lengur samleið. Hann á ekki von á því að Tryggvi leiki meira með ÍBV á tímabilinu vegna agabrota leikmannsins.