Síðastliðið haust hleypti menntamálaráðherra af stokkunum�?jóðarátaki um læsi. Skólar um allt land hafa tekið þessu átaki fagnandi, meðal annarra Grunnskóli Vestmannaeyja. Í framhaldinu hefur samstarf Bókasafns Vestmannaeyja og GRV aukist og er það vilji beggja aðila að það eflist enn frekar. Eftir áramótin fór af stað verkefni sem Bókasafnið, Grunnskólinn, FÍV og Rauði krossinn unnu saman. Nemendum af erlendu bergi brotnu var boðið upp á lestraraðstoð þrisvar sinnum í viku á bókasafninu. Foreldrar og nemendur voru duglegir að nýta sér þennan valmöguleika. Verkefni, spil og föndur voru í boði milli þess sem nemendur lásu fyrir sjálfboðaliða. Foreldrar voru áhugasamir og oft og mörgum sinnum sátu börn, foreldrar, starfsfólk og sjálfboðaliðar og spiluðu spil sem örva lestur og orðaforða og skemmtu sér konunglega. �?etta var virkilega skemmtilegt verkefni og stefnt er að því að halda áfram næsta haust. Smærri samstarfsverkefni eru af ýmsu tagi og sem dæmi má nefna að kennarar hafa verið að nýta kost bókasafnsins við þemavinnu, fengið bókakassa til að nota í yndislestri nemendur 1. bekkjar taka þátt í sumarlestrarátaki í samstarfi við Bókasafnið og á vormánuðum unnu nemendur 4. bekkjar verkefni sem nú er til sýningar í Einarsstofu í Safnahúsi. Verkefnið ber yfirskriftina Uppáhaldsbókin mín og teiknuðu krakkarnir myndir útfrá uppáhalds bókunum sínum auk þess sem þau skrifuðu líka hvers vegna þær væru í uppáhaldi. Myndirnar eru nú til sýnis, sem og bækurnar sem krakkarnir völdu. Við fengum líka Ljósmyndasafnið, Skjalasafnið og Byggðasafnið í lið með okkur og eru myndir af
skólastarfi liðinna ára dregnar fram, leikföng frá ýmsum tímum sýnd sem og skemmtileg námsbók frá 4. áratugnum. Sýningin opnaði laugardaginn 21. maí þar sem starfsmenn Bókasafnsins tóku á móti þeim fáu sem komu og er ekki hægt að neita því að ósköp hefði verið gaman að sjá fleiri þátttakendur, foreldra og kennara vera við opnunina. Á mánudeginum mættu hins vegar flestir nemendurnir sem áttu verk á sýningunni ásamt kennurum sínum og var greinilegt að flestum þótti skemmtilegt að sjá eigin verk. Sýningin mun standa til 2. júní og ég hvet sem flesta foreldra til að koma og leyfa krökkunum að sýna hvað þau hafa verið að lesa. �?tlunin er að taka frá Einarsstofu tvisvar til þrisvar á ári í samstarf við Grunnskólann og vera með ýmiss konar sýningar, m.a. er hugmyndin að bjóða foreldrum að draga fram uppáhalds barnabókina sína. �?jóðarátak um læsi er rétt að hefjast og samstarf bókasafna og
skóla getur gert gæfumuninn í hvernig til tekst. �?g vona að sem allra flestir taki þátt í þessu mikilvæga og sameiginlega verkefni �?? að auka lestur meðal grunnskólabarna í Vestmannaeyjum.