Sjósamgöngur milli lands og Eyja hafa gengið erfiðlega síðustu daga þar sem ófært hefur verið í Laneyjahöfn. Röst sem leysti Herjólf af mátti ekki sigla í �?orlákshöfn en einnig fékst ekki undanþága í að sigla á milli eftir 1. oktober þegar hafsvæðið milli Vestmanneyja og Landeyja breytist í B- svæði. Ekkert var siglt á laugardaginn og ferðir hafa verið af skornum skammti. Herjólfur lagði af stað í slipp 17 september, þegar Herjólfur lagði að bryggju í Hafnafirði var varahlutrinn sem þarf til ekki komin og er það ekki enn. Herjólfur er nú komin tilbaka, ennþá bilaður . Herjólfur sigldi til �?orlákshafnar í morgun.
Gunnlaugur Grettisson rekstrarstjóri Sæferða sagði í samtali við Eyjafréttir að staðan væri grafalvarleg.
Hvernig geta svona hlutir klikkað, að varahluturinn sé ekki komin áður Herjólfur fer af stað í lagfæringu og skipið sem við fáum siglir ekki í �?orlákshöfn?
�?að eru margir samverkandi þættir, leiguskip sem kynnt var Vegagerð sem B-skip reyndist vera C-skip. Sjálfsögð undanþága, að mínu mati með tilliti til skipsins, fékkst ekki frá Noregi. Afhending/smíði á varahlutum drógst vegna bilunar í vélbúnaði í verksmiðju sem er að smíða varahlutina.
Gunnlaugur sagði að allt kapp hefði verið lagt ó að koma Herjólfi aftur í áætlun fyrir 1. október þegar það lá fyrir að afleysingaskip hafið ekki heimild til að sigla eftir 30. sept.
Af hverju var þetta ekki gert fyrr, þegar veðrið er að öllum líkindum betra, þegar vitað var að ekki mundi koma skip sem færi í þorlákshöfn?
�?egar þessi galli varð ljós 9. maí þá lá fyrir að afhendingatími væri 4-6 mánuðir. Á endanum var afhendingadagur settur 15. sept. sem svo gekk ekki eftir.
Gunnlaugur sagði að þegar siglingar í september frá 2011 eru skoðaðar má sjá að siglingar til Landeyjahafnar hafa verið ansi stöðugar á þessum tíma.
2011, 2 heilir dagar féllu niður í Landeyjahöfn og 0 heilir dagar (0 ferðir) í �?orlákshöfn
2012, 1 heill dagur féll niður í Landeyjahöfn og 0 heilir dagar (0 ferðir) í �?orlákshöfn
2013, 1 heill dagur féll niður í Landeyjahöfn og 0 heilir dagar (0 ferðir) í �?orlákshöfn
2014, 0 heill dagur féllu niður í Landeyjahöfn og 3 heilir dagar (6 ferðir) í �?orlákshöfn
2015, 0 heill dagur féllu niður í Landeyjahöfn og 4 heilir dagar (8 ferðir) í �?orlákshöfn
2016, 0 heill dagur féllu niður í Landeyjahöfn og 3 heilir dagar (8 ferðir) í �?orlákshöfn
2017 fram að komu Röst, 0 heill dagur féll niður í Landeyjahöfn og 0 dagar (0 ferðir) í �?orlákshöfn
Hvað kostar þetta? Fá Röst, nota hann, senda Herjólf í lagfæring og hann kemur tilbaka enn bilaður?
Um er að ræða tjónamál, kostnaður liggur ekki fyrir.
Gunnlaugur sagði að lokum að nýr tími fyrir viðgerð hafi ekki verið ákveðinn og að Vegagerðin sé að leita að öðru afleysingaskipi.