Sannfærandi sigur á Aftureldingu
5. júní, 2013
Bryndís Jóhannesdóttir, sóknarmaður í liði ÍBV skoraði þrennu í kvöld þegar ÍBV lagði Aftureldingu að velli á Hásteinsvelli. Lokatölur urðu 5:0 en með sigrinum færist ÍBV nær Breiðabliki, sem tapaði í kvöld fyrir FH. Nú munar aðeins tveimur stigum á liðunum en ÍBV er í þriðja sæti á meðan Breiðablik er í öðru sæti. Stjarnan er hins vegar í efsta sæti, með fullt hús stiga eftir sex umferðir.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst