Eyjamenn unnu í kvöld glæsilegan sigur á Fylki í Árbænum en lokatölur urðu 0:4. ÍBV skoraði öll mörkin í fyrri hálfleik, það fyrsta þegar aðeins um 45 sekúndur voru eftir en það síðasta þegar um sex mínútur voru til hálfleiks. Í síðari hálfleik voru Eyjamenn svo á sjálfstýringu, stefnt á heimahöfn í Vestmannaeyjum. Fylkismenn náðu ekki að skora og áttu hreinlega ekki möguleika á heimavelli sínum í kvöld.