Gestirnir byrjuðu betur í leiknum, reyndar mun betur og komust í 1:4. �?á tóku Eyjamenn heldur betur við sér og skoruðu ellefu mörk gegn aðeins tveimur mörkum gestanna og staðan orðin 12:6 fyrir ÍBV þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður en í hálfleik var staðan 18:13.
Í síðari hálfleik hélt áfram að draga í sundur með liðunum og Eyjamenn fóru að hleypa varamönnum sínum inn á. Mestur varð munurinn níu mörk en undir lokin kom upp bæði kæruleysi hjá leikmönnum ÍBV og svo voru lykilmenn flestir komnir á bekkinn. FH-ingar nýttu sér það vel og héldu sér inn í leiknum með því að raða inn mörkunum og breyttu stöðunni úr 32:23 í 33:29. En Eyjamenn skoruðu mikilvæg mörk á lokakaflanum og unnu í þessum mikilvæga leik liðanna.
Eftir leikinn eru Eyjamenn í öðru sæti með fjórtán stig en baráttan um annað sætið verður hörð í 1. deildinni. Afturelding er hins vegar í efsta sæti sex stigum á undan ÍBV og á þar að auki leik til góða.
Fyrstu stig Akureyrar komu gegn Íslandsmeisturunum
Íslandsmeistarar ÍBV sóttu neðsta lið DHL deildarinnar, Akureyri heim í dag en í liði norðanstúlkna má finna tvær Eyjastúlkur, þær Ester �?skarsdóttur og �?órsteinu Sigurbjörnsdóttur. Fyrir leikinn var Akureyri með ekkert stig í Íslandsmótinu en þær gerðu sér lítið fyrir og náðu í sitt fyrsta stig gegn sjálfum Íslandsmeisturunum. Lokatölur leiksins urðu 23:23 en jafntefli setur strik í reikning ÍBV í baráttunni við að komast í efri hluta deildarinnar.
Staðan í deildinni er nú svona:
1. Valur 11 8 2 1 298:254 18
2. Stjarnan 11 9 0 2 331:229 18
3. Grótta 13 9 0 4 336:301 18
4. Haukar 13 8 0 5 369:319 16
5. Fram 13 5 3 5 300:323 13
6. ÍBV 11 5 2 4 292:285 12
7. HK 12 3 1 8 308:368 7
8. FH 12 2 1 9 263:319 5
9. Akureyri 12 0 1 11 226:325 1
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst