Sanngjarn sigur á Hásteinsvelli
13. júlí, 2014
ÍBV vann sinn annan sigur í Pepsí deildinni í sumar og þann fyrsta á heimavelli, þegar liðið sigraði í dag, Fjölni á Hásteinsvelli 4-2. Christopher Tsonis skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Fjölni en Jonathan Glenn jafnaði svo rétt fyrir hálfleik. �?að var svo á fimm mínútna kafla í seinni hálfleik sem þrjú mörk voru skoruð. Fyrst var það aftur Jonathan Glenn, þá aftur Christopher Tsonis og svo kom Atli Fannar Jónsson ÍBV yfir 3-2. Víðir �?orvarðarson innsiglaði svo sigur ÍBV 4-2 skömmu fyrir leikslok.
Langþráður og sanngjarn sigur í deildinni í höfn og ÍBV komið úr botnsætinu í 8. sætið með 10 stig.
Bandaríkjamaðurinn og ÍBV-arinn Jon­ath­an Glenn er nú markhæstur í deildinni með 6 mörk ásamt Dananum í liði Stjörnunnar Jeppe Han­sen en hann hefur reyndar yfirgefið Stjörnuna og skorar því væntanlega ekki fleiri mörk í íslensku deildinni þetta sumarið.
Tveir fastaleikmenn ÍBV tóku út bann í þessum leik vegna uppsafnaðra gulra spjalda, þeir Gunnar �?orsteinsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst