Sanngjarnt að þeir sem skapa arðinn fái sinn skerf
4. júlí, 2012
Stjórn og trúnaðarráð Drífanda stéttarfélags óskar hluthöfum Vinnslustöðvarinnar innilega til hamingju með þá risaarðgreiðslu er samþykkt var á síðasta aðalfundi fyrirtækisins og vonar að þeir njóti hennar vel. Jafnframt minnir trúnaðarráðið hluthafa á að þessi arður varð til með striti og löngum vinnudögum verkafólks og sjómanna. Verkafólks sem vinnur á töxtum sem eru það lágir að þeir rétt ná lögbundnum lágmarkslaunum í landinu.