Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir suðurströndina fyrsta viðkomustað flestra farfuglanna og því verði sýnin ekki síst tekin þar en þó einnig víðar um land. �?Við munum búa okkur undir það versta en vona það besta. �?essa stundina erum við að búa okkur undir það versta,�? segir Halldór.
Brynjúlfur Brynjólfsson, starfsmaður Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands á Höfn í Hornafirði, segir fyrstu farfuglana á réttu róli miðað við árstíma en þeir komi að jafnaði um mánaðamótin febrúar �? mars. Hann segir farfuglana koma frá Bretlandseyjum en fuglaflensa greyndist í Bretlandi fyrr í vetur. �?Skúmurinn ætti einnig að vera kominn þó svo við höfum ekki enn sem komið er haft fregnir af honum. Við munum taka saursýni úr farfuglunum á næstu vikum, setja í þar til gerð glös og senda til Landbúnaðarstofnunar á Selfossi,�? segir Brynjúlfur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst