Segja SA gera grín að fólki með smánarlegu tilboði
5. maí, 2015
�??Samninganefnd Drífanda stéttarfélags lýsir furðu sinni á því tilboði er kom frá samtökum atvinnulífsins þann 4. maí s.l. Samkvæmt því hækka laun fiskverkafólks í Vestmannaeyjum aðeins um 6,25% á þremur árum á sama tíma og mesta gósentíð Íslandssögunnar stendur yfir í útgerð og fiskvinnslu,�?? segir í ályktun sem samþykkt var á fundi nefndarinnar sem lauk rétt í þessu.
�??�?að má vel vera að taxtar verkafólks séu aðhlátursefni hjá Samtökum atvinnulífsins og samtökunum finnist því við hæfi að gera grín að fólki með því að bjóða því smánarlega launahækkun. En verkafólki í Eyjum er ekki hlátur í huga er það sér svona tilboð sem er lagt fram rétt fyrir boðað verkfall. Samninganefnd Drífanda skorar á samninganefnd SA að sýna verkafólki virðingu og snúa sér af alvöru að því að semja um laun sem nægja fyrir framfærslu og eru fyrirtækjum til sóma,�??segir einnig í ályktuninni.
Arnar G. Hjaltalín, formaður félagsins sagði að búið væri að semja við 16 fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Tveggja sólarhringa verkfall skellur á á miðnætti og á fundinum var beiðni Vinnslustöðvarinnar um undanþágu til að klára löndun á kolmunna úr Sighvati Bjarnasyni eftir miðnætti hafnað.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst