Léttitækni ehf afhenti í síðustu viku 10 stk Segway hjól til SegVeyja ehf sem verða með leigu á Segway hjólum í sumar í Vestmannaeyjum. Þetta er fyrsta Segway hjólaleigan á Íslandi. SegVeyjar verða í samstarfi við Kanann, Símann og Skjá Einn og því verða hjólin eitthvað á ferð um landið í sumar (sjá nánar um Sumarhvell Kanans inn á www.kaninn.is). Aðstandendur Sumarhvellsins þjófstörtuðu í Smáralind um liðna helgi, svona rétt til að prufukeyra hjólin og koma sér í gírinn.