Seinni ferð Baldurs fellur niður í dag, þriðjudag og siglir því skipið ekkert í dag þar sem fyrri ferð skipsins féll einnig niður í morgun. Ölduhæð við Surtsey er nú 6,2 metrar en Baldur má ekki sigla í meiri ölduhæð en 3,5 metrum samkvæmt ákvörðun Siglingastofnunar. Engin ferð sjóleiðina milli lands og Eyja hefur gríðarlega slæm áhrif á fiskverkendur og söluaðila fisks í Eyjum.