Héraðsdómur Suðurlands dæmdi á þriðjudag 22 ára karlmann fyrir vörslu á 78 steratöflum. Honum var gert að greiða fimmtíu þúsund króna sekt í ríkissjóð, ella sæta fangelsi í fjóra daga. Lögreglan á Hvolsvelli fann umræddar töflur í bíl mannsins síðastliðinn júlímánuð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst