Selfyssingar unnu hreint út ótrúlegan sigur á ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í (gær)kvöld. Lokatölur í Vallaskóla urðu 38:32.
Mbl.is greindi frá.
Eyjamenn höfðu frumkvæðið framan af leiknum og leiddu 7:9 þegar þrettán mínútur voru liðnar. �?á kom gott áhlaup hjá heimamönnum sem skoruðu níu mörk gegn þremur á tíu mínútna kafla og breyttu stöðunni í 16:12. Forskot Selfoss var fimm mörk í hálfleik, 20:15.
Selfyssingar slökuðu ekkert á klónni í upphafi seinni hálfleiks og náðu níu marka forskoti þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar. �?á tók Theodór Sigurbjörnsson til sinna ráða og raðaði inn mörkunum fyrir Eyjamenn. �?trúleg sveifla til baka og ÍBV jafnaði, 32:32, þegar rúmar fimm mínútur voru eftir. �?á var kraftur Eyjamanna á þrotum. Helgi Hlynsson skellti í lás í Selfossmarkinu og heimamenn skoruðu síðustu sex mörk leiksins.
Guðni Ingvarsson skoraði 13 mörk fyrir Selfyssinga og Einar Sverrisson 8, en hann átti ófáar stoðsendingar inn á Guðna á línunni. Helgi Hlynsson varði 21 skot í marki Selfoss.
Theodór Sigurbjörnsson skoraði 13/�??4 mörk fyrir ÍBV, þar af tíu í seinni hálfleik. Grétar Eyþórsson kom næstur honum með 6 mörk. Andri Ísak Sigfússon varði 9 skot fyrir ÍBV.