Pete Mahon, þjálfari Saint Patrick’s Athetic segir að hann sjái ákveðna veikleika í öftustu varnarlínu ÍBV. Hann sagði eftir leikinn að Eyjamenn væru sterkir fram á við og bætti því við að hans lið myndi pressa á ÍBV í síðari leiknum í Dublin. Hann var jafnframt svekktur yfir því að markvörður hans hefði brotið á Tryggva Guðmundssyni og gefið ÍBV víti. Þá sagði hann einnig að ekkert hafi komið honum á óvart í leik ÍBV. Viðtal við kappann má sjá með því að smella á meira.