Í ljósaskiptunum í gær voru mjög sérstök birtuskilyrði í Vestmannaeyjum. Þannig var skollið á myrkur yfir Heimaey en í suðaustri skein sólin skært. Óskar Pétur Friðriksson myndaði það sem fyrir augu bar og í þessu tilviki segja myndirnar meira en þúsund orð. Egill Egilsson sendi ritstjórn Frétta einnig mynd sem hann tók af jólahúsi ársins 2010, Draumbæ við þessi sérstöku birtuskilyrði.