Sex krakkar í ÍBV hafa verið valin til æfinga hjá U-15 ára landsliðum Íslands í handbolta, fimm stelpur og einn strákur. Þetta eru þau Arna Þyrí Ólafsdóttir, Díana Dögg Magnúsdóttir, Erla Rós Sigmarsdóttir, Sóley Haraldsdóttir, Sandra Dís Sigurðardóttir og Dagur Arnarsson. Þá kemur einn þjálfaranna frá ÍBV en Unnur Sigmarsdóttir er önnur af tveimur þjálfurum U-15 ára landsliðs kvenna.