Einu af glæsilegustu Shellmótum síðari ára lýkur í dag með úrslitaleikjum en mótið hófst að morgni fimmtudags. Þetta er í fyrsta sinn sem mótinu lýkur á laugardegi en sú tilraun hefur fengið góð viðbrögð og verður þessi háttur að öllum líkindum hafður á næstu ár. Mótið í ár hefur gengið afar vel, um 1000 þátttakendur taka þátt í mótinu og líklega eru um 2000 manns sem fylgjast með mótinu af hliðarlínunni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst