Eyjakvöld verður haldið á Kaffi Kró í kvöld, í síðasta sinn í vetur. Obbí-síí félagarnir halda uppi fjörinu sem hefst klukkan 21.00. Kvöldin hafa verið vel sótt og nær fullt út úr dyrum og dæmi eru um að fólk komi frá Reykjavík til að upplifa stemmninguna.Eyjalögin eru í aðalhlutverki, textum er varpað á vegg og svo allir geta sungið með. Aðgangseyrir er 500 krónur.