Vegna veðurs og sjólags fellur seinni ferð Herjólfs niður í dag. Frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 19:45. Fram kemur í tilkynningu frá skipafélaginu að ákvörðun sem þessi sé alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnarmeðlima í huga, vonum við að farþegar sýni því skilning.
Þeir farþegar sem áttu bókað koma til með að fá símtal frá skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar á morgun skv. áætlun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst