Nýr þáttur frá sjónvarpsstöðinni Mojo Network sem ber heitið “Meal Ticket”, er í uppsiglingu og standa tökur yfir núna, en þættirnir hefja göngu sína í haust.
Mojo Network leitaði til Völundar Snæ Völundarssonar eftir að hafa lesið bókina “Delicious Iceland” og fannst tilvalið að hefja þættina á Íslandi.
Fréttamaður hafði samband við �?óru Sigurðardóttur, eiginkonu hans Völla og spurði hana nánar útí Íslandsförina:
Hópurinn sem kom hingað um daginn var frá sjónvarspsstöð sem heitir Mojo Network og eru að fara af stað með þætti sem heita Meal Ticket. �?ættirnir eru raunveruleikaþættir sem minna margt á Amazing Race og ganga út á það að stjórnandi þáttarins fer á nýjan stað í viku hverri og þarf að vinna sér inn fyrir miðanum heim með því að fást við eitthvað matartengt.
Í þessum fyrsta þætti var ákveðið að fara til Íslands aðalega út af bókinni hans Völla “Delicious Iceland”, þar sem þeir sáu þar ansi margt sem þá langaði að gera og gátu því einnig gulltryggt að þátturinn yrði stórskemmtilegur og fullur af góðu efni. Helst hefðu þeir viljað búa uppá jökli og elda í hrauni eins og Völli gerði í bókinni, en það var ekki hægt sakir skorts á eldgosi og tíma.
Stjórnandi þáttarins heitir Ralph Pagano og er nokkuð þekktur í Bandaríkjunum. Hefur meðal annars keppt í “Iron Chef” og “Hell´s Kitchen” þar sem hann varð víst í öðru sæti.
�?ar sem þetta var fyrsti þátturinn var 10 manna hópur hér á landi út af þessu en í framtíðinni verða það sjö manns. �?g veit ekki hvað þættirnir verða margir en áætlaðar er að sýningar hefjist í október.
Planið fyrir Íslandsþáttinn var eftirfarandi:
Ralph kemur til landsins en hefur ekki hugmynd um hvar hann er. �?að er bundið fyrir augun á honum og farið með hann uppá jökul þar sem hann er skilinn eftir ásamt umslagi. Í því stendur að hann sé kominn til Íslands og að hann hafi 72 klukkustundir til þess að vinna sér inn 24 þúsund krónur fyrir miðanum heim.
�?ví næst á hann að fara niðrá Vox og hitta Völla og Sigga Gísla. �?ar bíða þeir eftir honum þar sem hann er boðinn velkominn og kynntur fyrir íslensku hráefni. Farið var í gegnum ýmislegt og lögð áhersla á allt það sem best er hér á Íslandi og ferskast. Hákarl og annað slíkt var ekki haft með af þeirri einföldu ástæðu að Völli og Siggi vildu ekki endurspegla íslenska matargerð á þann hátt.
�?ví næst fékk hann verkefni. Hann mátti semsagt elda einn rétt úr hráefni sem strákarnir völdu og reyna að selja hann á veitingastaðnum um kvöldið. Sjálfur þurfti hann að “selja” kúnnunum hann og vera sprækur og skemmtilegur. �?ví næst fékk hann innkaupalista í hendurnar á íslensku að sjálfsögðu og var sendur út í búð á eigin vegum. Á listanum var meðal annars lúða, rófur, íslenskir tómatar, dill, blóðberg og fleira í þeim dúr. Síðan mátti hann kaupa þrjú hráefni að eigin vali og setja saman réttinn. Síðan fór hann aftur uppá Vox og hófst handa við eldamennskuna undir styrkri leiðsögn strákanna sem slógu algjörlega í gegn.
Síðan hélt hann til Vestmanneyja þar sem sjómannadagurinn var haldinn hátíðlega. �?ar sló Siggi Gísla í gegn og var öllu tökuliðinu innanhandar.
Í alla staði tókst allt fullkomlega og voru menn hæstánægðir með ferðina og afraksturinn.
Tekið af www.freisting.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst