Það var margt um manninn í rigningunni í gær við að setja upp súlur í Herjólfsdal. Umferð var stýrt inn í Dal, svo einungis færu þangað bílar með stangir, nóg var umferðin samt.
Aldrei eins mörg Þjóðhátíðartjöld og nú
Í ár er metfjöldi Hvítra tjalda í Dalnum, skýrist það aðallega af tvennu: í fyrsta lagi þá eru flestir Vestmannaeyingar eru í spreng við að fá að halda langþráða Þjóðhátíð og sumar fjölskyldur sem hafa ekki tjaldað í fleiri ár, eru að tjalda. Í öðru lagi eru Þjóðhátíðartjöldin orðin stærri en tíðkaðist.
Gróflega er áætlað að svæðið undir Hvítu tjöldin sé helmingi stærra en nokkurntíman hefur veirð. Sumar götur nú eru því frá skilti út að malarvegi fyrir aftan svæðið. Ef þróunin heldur áfram á þennan veg þarf mögulega að ræða stækkun tjaldsvæðis fyrir Hvítu tjöldin og/eða takmarka fjölda þeirra. Hvorugur kosturinn þykir góður þar sem stækkun tjaldsvæðiðs myndi þýða að það þyrfti að fletja út Veltusundið. Og þá fyrst væri Þjóðhátíðarnefnd komin í vandræði!
Sól í Eyjum?
Á vef Fréttablaðsins segir Siggi Stormur veðurspárnar fyrir helgina vera að skána, sérstaklega fyrir Vestmannaeyjar.
„Ég á allt eins von á því, eins og stemningin er í spánum, að það verði alveg sól, tja, hverju á ég að lofa? Að það verði sól, má maður nefna Vestmannaeyjar? Þá kannski eyðileggur maður eitthvað, en spárnar eru sæmilega bjartar í Vestmannaeyjum framan af helgi, en það verður svolítill vindur, sem skyggir svolítið á þetta, en það verður úr noðrvestri, þannig ég held að Herjólfsdalur verði í skjóli.“
Vinsæl hjá lægðunum
„En heilt yfir erum við að tala um vinda- og vætasama helgi. Þetta er sama spurning og ég fékk frá öldruðum manni fyrir stuttu, af hverju ekki einn mánuð á ári sem er sæmilegur? Við erum bara þannig í sveit sett á Atlantshafi að við erum bara mjög vinsæl hjá lægðunum, sporbraut lægðanna liggur yfir okkur eins og borgarlínan. Þetta er svolítið eins og leið eitt. Ísland er vinsælt meðal lægðanna.“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst