Dýpi í hafnarmynni Landeyjahafnar er nú orðið nægjanlegt til að Herjólfur geti siglt inn í höfnina. Þetta er fullyrt á vef Siglingastofnunar og Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi staðfestir fréttina. Hún segir þó að það sé ekki stofnunarinnar að ákveða hvenær Herjólfir hefji siglingar að nýju, það sé í höndum rekstraraðila skipsins, Eimskip. Guðmundur Pedersen hjá innanlandsdeild Eimskips segir að menn vilji gæta fyllsta öryggis en verið er að mæla dýpið.