Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf.
Þar segir ennfremur að á þessum árstíma sé alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni. Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gísitrými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa að koma með sinn eiginn búnað.
Hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn, verður gefin út tilkynning kl.06:00 í fyrramálið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst