Sigur og tap í kvöld
ÍBV Haukar 3L2A1773
Strákarnir fögnuðu sigri í kvöld.

Bæði karla og kvennalið ÍBV léku fyrstu heimaleiki sína í Olís deildunum í kvöld. Stelpurnar léku gegn Val og fór svo að Valsstúlkur sigruðu með 10 marka mun, 26-16. Hafdís Renötudóttir, markvörður gestana reyndist Eyjastúlkum erfið. Hún var varði 15 skot í marki Vals. Markahæstar hjá ÍBV voru þær Birna Berg Haraldsdóttir með 4 mörk, Britney Emilie Florianne Cots skoraði einnig 4 og Yllka Shatri gerði 3. Marta Wawrzykowska varði 11 skot.

Hjá körlunum var mun meira jafnræði með liðunum. Reyndar komust Stjörnumenn í 0-3 og 4-8. En Eyjamenn söxuðu á þá bláklæddu og náðu að jafna 8-8. ÍBV komst svo yfir fyrir leikhlé (18-16) og enduðu leikar þannig að ÍBV sigraði með þremur mörkum, 33-30. Markahæstu menn hjá ÍBV voru Kári Kristján Kristjánsson með 7 mörk, Andri Erlingsson gerði 6 eins og Sigtryggur Daði Rúnarsson. Þá skoraði Gauti Gunnarsson 5 mörk. Petar Jokanovic varði 6 skot. ÍBV er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Nýjustu fréttir

Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.