Grindvíkingurinn Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, vakti mikla athygli á bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi fyrir vaska framkomu sína sem stuðningsmaður ÍBV þar sem hann hélt uppi stemningunni með gítarspili og söng. Jafnframt útilokar Sigurbjörn ekki að mæta á úrslitaleik kvennaliðsins þann 8. september nk. ef til hans verður leitað. Sigurbjörn er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson.
Fæðingardagur: 8. des 1975.
Fæðingarstaður: Fæðingarstaðurinn skiptir engu máli, alinn upp í Grindavík.
Fjölskylda: Einhleypur, á 3 dætur og eignaðist mitt fyrsta afabarn 8. ágúst sl. kl. 08:08.
Draumabíllinn: Skoda Octavia, árgerð 2012 en kom á götuna 2013. Jú, víst er það draumabíllinn minn.
Uppáhaldsmatur: Fer eftir tilefninu. Nautalund ef farið er flott út að borða. Soðin ýsa er oft frábær á sjónum.
Versti matur: Hamborgari í sjoppu á leikvelli í Englandi. �?rátt fyrir mikið hungur og ítrekaðar tilraunir við að koma viðbjóðnum niður þá var það ekki séns. En yfir höfuð borða ég allan mat.
Uppáhalds vefsíða: Íþróttatengdar síður eins og Soccernet, ESPN/NBA, fotbolti.net og karfan.is.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: T.d. lög sem ég er að fara spila á balli.
Aðaláhugamál: Íþróttir og tónlist.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Sharon Stone um það leyti sem hún lék í Basic Instinct.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Botnstjörn í Ásbyrgi.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: �?orleifur �?lafsson, körfuknattleiksmaður úr Grindavík og Gunnar �?orsteinsson, knattspyrnumaður úr Grindavík. Gefur ekki augaleið hvert uppáhalds íþróttaliðið er?
Ertu hjátrúarfull/ur: Eftir tvö stelpubörn reyndi ég við strákinn með því að vera í ullarsokk á vinstri. �?ar sem þriðja skvísan mætti í allri sinni dýrð þá gafst ég upp á hjátrú.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Golf.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Íþróttir.
�?ú sem Grindvíkingur, af hverju ertu að standa í þessu: Standa í hverju? Ef spurningin snýst um gítarspilið á Laugardagsvellinum þá datt mér í hug hvort ekki væri hægt að brjóta hinn týpíska stuðning aðeins upp. Leiðinlegt til lengdar að kalla bara �??ÍBV �??búmm, búmm, búmm….�?? Datt þessi hugmynd í hug, bar hana undir Sunnu framkvæmdastjóra og Kristján þjálfara �??and the rest is history�??.
�?ínar konur í Grindavík féllu úr leik gegn ÍBV í undanúrslitunum um helgina. Á að mæta aftur í ÍBV treyju á Laugardalsvöllinn 8. september: �?g var ekki í ÍBV treyju á karlaleiknum;) Ef leitað verður til mín þá er aldrei að vita nema við Bjarki GUÐNASON, verðandi Grindvíkingur mætum galvaskir.