Sigurður Árnason - Nýr lögmaður hjá Pacta í Vestmannaeyjum
19. maí, 2015
Sigurður Árnason er nýr lögmaður hjá Pacta lögmönnum í Vestmannaeyjum og tók við starfinu í byrjun apríl. Sigurður þekkir hér vel til, býr með konu frá Eyjum og á hér fjölda vina. �?ó hann hafi eytt síðustu árum í Reykjavík er hann landsbyggðarmaður og viðbrigðin við flutninginn því minni. Sigurður er spenntur fyrir nýju starfi og segir að hann taki við góðu búi. Pacta lögmenn segir hann vera rótgróna og sterka alhliða lögmannsstofa þar sem starfa um 20 lögmenn víðsvegar um landið.

�??�?g er uppalinn á Kirkjubæjarklaustri og er í hópi fimm systkina. Foreldrar mínir eru Árni Jón Elíasson, sérfræðingur hjá Landsneti, og Lára Sigurðardóttir, heimavinnandi og menntuð sjúkraliði,�?? sagði Sigurður þegar hann var spurður um ætt og uppruna. �??Eftir grunnskólann á Klaustri fór ég í Menntaskólann við Hamrahlíð og bjó í Reykjavík þangað til ég hóf lögfræðinám á Birföst. �?g útskrifaðist með meistarapróf í lögfræði árið 2007, fékk starf hjá Arion banka eftir útskrift og vann þar til 2011. Eftir það hóf ég að starfa sem sjálfstætt starfandi lögmaður í Reykjavík og árið 2014 var ég einn af stofnendum lögmannsstofunnar Arctic lögmenn. Fyrr á þessu ári var ég svo ráðinn til Pacta lögmanna til að starfa á skrifstofunni þeirra hér í Vestamannaeyjum.�??

Kominn í Karlakórinn

Sigurður flutti til Eyja í byrjun apríl ásamt sambýliskonu sinni Ástu Sigríði Guðjónsdóttur. Ásta er héðan úr Eyjum og er dóttir Ragnheiðar Einarsdóttur og Guðjóns Rögnvaldssonar sem búa hér. Og þau kynntust á þjóðhátíð, hvar annars staðar? �??Við Ásta eigum saman eina dóttur, Ásthildi Evu, sem verður þriggja ára í sumar og er komin í leikskóla á Kirkjugerði.

Við höfum fengið mjög góðar móttökur hérna í Eyjum. Áður en við fluttum hingað hafði ég varið talsverðum tíma hérna bæði með Ástu og hennar fjölskyldu og líka með góðum vinum sem ég hef eignast úr hópi Vestmanneyinga í gegnum tíðina. �?g hef líka alloft komið hingað til að spila tónlist með frábæru tónlistarfólki sem býr hérna. Núna er ég orðinn meðlimur í Karlakór Vestmanneyja sem verið var að endurvekja. �?að er mjög mikil stemning og kraftur í kórnum og fyrstu æfingarnar lofa mjög góðu svo ég mæli með að fólk fylgist með. Við fjölskyldan kunnum vel við okkur hérna í Eyjum. �?etta er gott og líflegt samfélag og fyrir mig er það góð tilfinning að vera fluttur út á land aftur eftir að hafa búið í Reykjavík í mörg ár,�?? segir Sigurður.

Spennandi tækifæri

Hann segir mjög spennandi að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í rekstri lögmannsstofu í Vestmannaeyjum. �??Pacta lögmenn hafa verið með útibú hérna með einum lögmanni síðan árið 2007. �?g tek við af Páleyju Borgþórsdóttur sem eins og heimamenn vita hefur starfað hér við mjög góðan orðstír undanfarin ár og óhætt að segja að ég taki við góðu búi�?? sagði Sigurður en hvað stendur Pacta fyrir?

�??Pacta lögmenn er rótgróin og sterk alhliða lögmannsstofa þar sem eru starfandi um 20 lögmenn á 14 starfsstöðvum víða um Ísland. Flestir starfa á skrifstofu stofunnar í Reykjavík, en minni starfsstöðvarnar úti á landi geta boðið sömu alhliða þjónustu og af sömu gæðum því allt fyrirtækið vinnur saman sem ein heild. Með þessu geta einstaklingar og fyrirtæki úti á landi haft aðgang að þessari breiðu þekkingu og reynslu í sinni heimabyggð og átt persónulegt trúnaðarsamband við sinn lögmann. Einstaklingar geta sótt alla nauðsynlega lögfræði þjónustu til Pacta lögmanna. Meðal þess sem fólk leitar aðstoðar okkar með eru slysamál, erfðamál, fjölskyldumál, hjúskaparmál, húsnæðismál, skuldamál og fleira. Við veitum svo fyrirtækjum og sveitarfélögum hágæða þjónustu á öllum sviðum lögfræðinnar.�??

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst