Sigurður Ragnar í viðræðum við ÍBV
16. október, 2013
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Íslands, er staddur í Vestmannaeyjum þessa stundina. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta er hann sá þjálfari sem knattspyrnuráð ÍBV er í viðræðum við og er hann kominn til Eyja til að hitta ráðið. Sömu heimildir herma að Stjarnan hafi einnig haft samband við Sigurð Ragnar en að Eyjamenn hafi verið fyrri til og því hafi landsliðsþjálfarinn fyrrverandi ákveðið að ræða fyrst við Eyjamenn.
�?skar �?rn �?lafsson, formaður knattspyrnuráðs sagði fyrr í dag að ráðið myndi hitta þjálfara í dag og að helst myndi hann vilja klára ráðningu á nýjum þjálfara um helgina.
Sigurður Ragnar er fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og fræðslustjóri KSÍ. Hann tók við kvennalandsliðinu árið 2007 og kom liðinu í lokamót Evrópumóts í tvígang en hætti störfum nú í sumar, eftir EM í Svíþjóð. Hann lék með KR, Víkingi, �?rótti, ÍA, Walsall, Chester og KRC Harelbeke á ferli sínum sem leikmaður en hefur eingöngu þjálfar kvennalandsliðið.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst