Búið er að ráða Sigurð Smára Benónýsson til starfa hjá Laxey. Frá þessu er greint á facebook-síðu fiskeldisfyrirtækisins. Sigurður er með sveins- og meistarabréf í húsasmíði og lauk námi í byggingafræði frá Vitus Bering í Horsens, Danmörku. Frá árinu 2007 hefur hann einnig verið löggildur mannvirkjahönnuður.
Sigurður hefur áralanga reynslu á sviði skipulags- og byggingarmála. Hann starfaði sem skipulags- og byggingarmálafulltrúi í Vestmannaeyjum frá 2002 til 2020 og tók síðan við sem byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar, þar sem hann starfaði til ársins 2025. Þekking hans og víðtæk reynsla mun nýtast vel í komandi verkefnum hjá Laxey. Sigurður Smári hefur þegar hafið störf og við bjóðum hann hjartanlega velkominn í teymið, segir í tilkynningu Laxey.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst