Elverum tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum í úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með stórsigri á BSK/NIF, 44-21. Sigurður Ari Stefánsson var markahæstur í liði Elverum með níu mörk. Á föstudaginn mættust liðin í fyrri leik liðanna í fjórðungsúrslitum og þá vann BSK/NIF óvæntan sigur, 33-32.