Hið þekkta aflaskip, Sigurður VE 15 er nú kominn í langtímageymslu sunnan við Nausthamarsbryggju í Vestmannaeyjahöfn. Á heimasíðu Tryggva beikon Sigurðssonar, sem heldur úti flottri síðu um íslensk skip, er þessi mynd af aflaskipinu og sagt frá því að dýpkunarskipið Perla hafi þurft að dýpka þarna í höfninni, til að Sigurður VE 1 gæti flotið þangað inn. Þá segir Tryggvi einnig að ólíklegt sé að skipið verði gert út framar. Sigurður VE 15 kom til landsins árið 1960 og var þá síðutogari, en nokkrum árum síðar, lét Einar ríki Sigurðsson, eigandi skipsins, breyta því í nótaskip. Sennilega hefur ekkert íslenskt skip verið eins fengsælt og Sigurður VE 15, sem nú er orðinn rúmlega fimmtugur.