Í hádeginu í dag veitti Eyjasýn ehf. Fréttapýramídann í 20. sinn.en Eyjasýn gefur út blaðið Fréttir, heldur úti vefsíðunni Eyjafréttir.is og rekur prentsmiðjuna Eyjaprent. Sigurjón Óskarsson er Eyjamaður ársins en Sigurjón á og rekur útgerðarfyrirtækið Ós sem tók á móti nýju og glæsilegu skipi, Þórunni Sveinsdóttur VE nú í desember. Þá fékk Heimir Hallgrímsson Fréttapýramídann fyrir framlag sitt til íþróttamála, Leikfélag Vestmannaeyja fyrir framlag til menntamála og framtak ársins að mati Eyjasýnar er Landeyjahöfn og fékk Siglingastofnun Fréttapýramídann fyrir framkvæmdina.