Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjann nýjan þriggja ára samning við félagið en þetta kemur fram í fréttatilkynningu fyrr í morgun.
Sindri er 24 ára, djúpur miðjumaður en hann kom til ÍBV frá Keflavík í byrjun árs 2016 og er uppalinn hjá ÍR. Hann hefur einnig leikið með Breiðablik og Selfossi. Sindri hefur verið lykilmaður hjá ÍBV en hann á að baki 39 leiki með félaginu og skorað 5 mörk.
Sindri sendir góða kveðjur frá Asíu en hann hlakkar mikið til komandi tíma í Vestmannaeyjum.